Hugverkaiðnaður vaxandi burðarás í íslensku efnahagslífi
Hugverkaiðnaður hefur fest sig í sessi sem fjórða stoð íslensks útflutnings en mikilvægi greinarinnar heldur áfram að aukast með áframhaldandi vexti útflutnings.
- 309 milljarðar króna í útflutningstekjur árið 2024 – tvöföldun á fimm árum
- 18.350 manns starfandi í greininni sem samsvarar 8% af vinnumarkaði
- Hærri framleiðni er í hugverkaiðnaði en að meðaltali í öðrum greinum
Fjárfesting fyrirtækja í rannsóknum og þróun (R&Þ) er undirstaða greinarinnar. Skattahvatar hafa aukið fjárfestingu fyrirtækja í R&Þ sem hefur leitt til fjölgunar háframleiðnistarfa og aukins útflutnings. Fjárfesting í R&Þ nam 2,65% af landsframleiðslu Íslands á síðasta ári sem er yfir meðaltali ríkja Evrópusambandsins.
Hugverkaiðnaðar spannar fjölbreytt svið, þar á meðal upplýsingatækni, tölvuleikjagerð, lyfjaframleiðslu, líf- og heilbrigðistækni og ýmsa hátækni. Með áframhaldandi skattahvötum og fjárfestingu hefur hugverkaiðnaðurinn burði til að verða stærsta útflutningsstoð landsins fyrir lok þessa áratugar.
Nánari upplýsingar má finna í nýju staðreyndablaði Samtaka iðnaðarins um hugverkaiðnaðinn.
Einnig er hægt að skanna inn QR-kóðann til að nálgast staðreyndarblaðið: