Fréttasafn



8. okt. 2020 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

Íbúðatalning og könnun á rafrænum fundi

Samtök iðnaðarins stóðu fyrir rafrænum fundi fyrir félagsmenn á mannvirkjasviði SI síðastliðinn þriðjudag þar sem kynntar voru niðurstöður nýrrar íbúðatalningar SI og niðurstöður nýrrar könnunar sem gerð var meðal félagsmanna. Auk þess sem farið var yfir áherslur samtakanna á þær umbætur sem hrinda þarf í framkvæmd til að bæta húsnæðisuppbyggingu hér á landi. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast glærur frummælenda á fundinum sem voru Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, og Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI. Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, var fundarstjóri.

Hér er hægt að nálgast greiningu SI um íbúðartalningu.

Hér er hægt að nálgast greiningu SI um niðurstöður úr könnun meðal félagsmanna á mannvirkjasviði SI.