Iðnaðarráðherra tók á móti fyrstu Köku ársins 2022
Iðnaðarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, tók á móti fyrstu Köku ársins 2022 í dag. Landssamband bakarameistara efndi venju samkvæmt til árlegrar keppni um Köku ársins. Sigurvegari keppninnar var Rúnar Felixson, bakarameistari hjá Mosfellsbakaríi. Kaka ársins er með pistasíu-mousse með Creme-Brulee-miðju, hindberjageli og stökkum pistasíubotni, hjúpuð súkkulaði og toppuð með pistasíu kremi.
Sala á kökunni hefst í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara um allt land á morgun fimmtudaginn 17. febrúar í tilefni konudagsins sem er næstkomandi sunnudag. Kaka ársins verður til sölu það sem eftir er ársins.
Mynd/Birgir Ísleifur
Á myndinni eru, talið frá vinstri, Hafliði Ragnarsson, formaður Landssambands bakarameistara, Rúnar Felixson, bakarameistari, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, iðnaðarráðherra, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Morgunblaðið, 17. febrúar 2022.
mbl.is, 17. febrúar 2022.