Iðnaðarsýningin opnuð í Laugardalshöll
Iðnaðarsýningin 2025 opnaði með formlegum hætti í Laugardalshöllinni í gær. Á sýningunni sem stendur fram á laugardag er fjöldi fyrirtækja sem kynnir vörur og þjónustu og spannar iðnað á sviði mannvirkja, orku, framleiðslu, hugverka eða grænna lausna svo eitthvað sé nefnt. Iðnaðarsýningin er unnin í samstarfi við Samtök iðnaðarins.
Ólöf Sívertsen bauð gesti velkomna og kynnti dagskrá opnunarathafnarinnar. Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Iðnaðarsýningarinnar 2025, flutti ávarp auk Árna Sigurjónssonar, formanns SI, og Ingva Má Pálssyni, skrifstofustjóra hjá atvinnuvegaráðuneytinu. Að lokum tók söngkonan Guðný Árný nokkur lög fyrir opnunargesti.
Það voru síðan Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri sýningarinnar, Árni Sigurjónsson, formaður SI, og Sigurður Hannesson, framkvæmdstjóri SI, sem opnuðu sýninguna með formlegum hætti með því að klippa á borða.
Sýningin er opin í dag 10. október kl. 10-18 og á morgun 11. október kl. 10-17.
Á mbl.is er hægt að nálgast viðtal við Ólaf M. Jóhannesson, framkvæmdastjóra sýningarinnar, sem segir að sýningin sé mjög fjölbreytt í ár. „Þar er um að ræða mannvirki, orku, framleiðslu, hugverk og grænar lausnir, svo eitthvað sé nefnt. Þarna verða bæði stór og gróin fyrirtæki úr iðnaði en líka ný fyrirtæki sem eru að hasla sér völl og gætu orðið stór í framtíðinni, sem er mjög skemmtilegt.“
Hér er hægt að nálgast Sóknarfæri, blað sem er gefið út í tengslum við Iðnaðarsýninguna.
Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir.
Á Facebook Iðnaðarsýningarinnar er hægt að nálgast fleiri myndir.
Myndir/BIG
Sigurður Hannesson, Árni Sigurjónsson og Ólafur M. Jóhannesson.
Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Iðnaðarsýningarinnar.
Árni Sigurjónsson, formaður SI.
Ingvi Már Pálsson, skrifstofustjóri hjá atvinnuvegaráðuneytinu.
Ólöf Sívertsen.
Guðný Árný.