Fréttasafn



2. jan. 2019 Almennar fréttir

Iðnaðurinn lætur sig umhverfis- og loftslagsmál varða

Iðn­aður lætur sig umhverf­is- og lofts­lags­mál sann­ar­lega varða. Íslensk fyr­ir­tæki hafa náð miklum árangri á því sviði og hafa metnað til að gera enn betur til að mæta skuld­bind­ingum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins. Iðn­að­ur­inn mun ekki láta sitt eftir liggja á nýju ári í umhverf­is- og lofts­lags­mál­um. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, meðal annars í grein sinni sem birt er í Kjarnanum undir yfirskriftinni 2019 er ár aðgerða. Sigurður segir jafnframt um loftslagsmálin að stjórn­völd hafa einnig sett þau á dagskrá og munu von­andi láta verkin tala árið 2019. Hann segir að orku­stefna stjórn­valda sé í mótun og megi búast við nið­ur­stöðum þeirrar vinnu í lok árs 2019. Þar verði að taka til­lit til þeirrar stað­reyndar að það sé mikil eft­ir­spurn eftir orku, jafnt frá hefð­bundnum iðn­aði og nýjum iðn­aði. Hin hreina raf­orka lands­ins skapi Íslandi sér­stöðu meðal ann­arra ríkja og höfum við því góða sögu að segja í lofts­lags­mál­um. Sigurður segir að hag­stætt orku­verð hafi skapað Íslandi for­skot í sam­keppni við önnur ríki en dregið hafi úr því for­skot­i og að skýr atvinnu­stefna gæti auð­veldað þessa stefnu­mót­un.

Í niðurlagi greinar sinnar segir Sigurður að árið 2019 sé sann­ar­lega ár tæki­færanna, árið sem stefnu­mót­andi ákvarð­anir séu teknar til langs tíma og ár aðgerða sem varði veg­inn til auk­innar hag­sæld­ar. Umræður og grein­ing­ar­vinna árs­ins 2018 hafi und­ir­búið jarð­veg­inn og auð­veldi ákvarð­ana­töku og aðgerðir árs­ins 2019. Skýr sýn stjórn­valda sendi skila­boð til almenn­ings og atvinnu­lífs og hafi áhrif á ákvarð­ana­töku og athafn­ir. „Látum þau áhrif verða jákvæð og leysa orku úr læð­ingi sam­fé­lag­inu til heilla.“

Hér er hægt að lesa grein Sigurðar í heild sinni.