Fréttasafn



1. okt. 2020 Almennar fréttir Nýsköpun

Iðnþingsblaðið komi út

Sérblað um Iðnþing 2020 fylgdi Morgunblaðinu í aldreifingu í dag. Yfirskrift Iðnþings 2020 var Nýsköpun er leiðin fram á við. Í Iðnþingsblaðinu er rætt við Árna Sigurjónsson, formann SI, Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, Ágústu Guðmundsdóttur, annan af stofnendum Zymetech, Sesselju Ómarsdóttur, framkvæmdastjóra lyfjagreiningardeildar Alvotech, Sigríði Mogensen, sviðsstjóra hugverkasviðs SI, Sigurð Ragnarsson, forstjóra ÍAV og Ingólf Bender, aðalhagfræðing SI. Auk þess er vitnað til orða iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, frá ræðu hennar á Iðnþingi og myndir birtar frá þinginu.

Hér er hægt að nálgast PDF af blaðinu.

Hér er hægt að nálgast allar helstu upplýsingar um Iðnþing 2020.

Idnthingsbladid_forsida