Fréttasafn



27. feb. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Innlendir aðilar fái tækifæri til að bjóða í verk

Bjarg gæti staðið sig betur í því að kanna til hlítar þá fjölmörgu möguleika sem þegar eru til staðar innanlands og gefa innlendum aðilum tækifæri í ríkara mæli til að bjóða í verk. Þetta kom meðal annars fram í máli Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóra SI, á fundi Fagaðila í iðnaði þar sem rætt var um vinnubrögð íbúðafélagsins Bjargs, sem er stofnað af ASÍ og BSRB, en félagið er að láta framleiða og flytja inn einingahús frá Lettlandi og kaupir innfluttar innréttingar í húsin frá IKEA. Sigurður sagði innlend fyrirtæki geti vel annað stórum verkefnum ef þau fengju tækifæri til að bjóða í þau, auk þess sem slíkt gæti hvatt til nýsköpunar í byggingariðnaði en eftir því hafi verið kallað.

Þá sagði Sigurður það vera sameiginlega hagsmuni atvinnurekenda og launþega að skapa sem flest störf og sem mest verðmæti á Íslandi. Þess vegna sé það óskiljanlegt að launþegahreyfingin skuli ekki standa við bakið á sínum umbjóðendum sem séu launþegar á Íslandi og leiti frekar út fyrir landsteinana eftir þjónustu starfsfólks í löndum þar sem laun eru talsvert lægri en hér. 

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um ályktun Fagaðila í iðnaði sem gefin var út í gær.