Innviðir á Norðurlandi til umfjöllunar á fundi í Hofi
Innviðir á Norðurlandi voru til umfjöllunar á sameiginlegum fundi Samtaka iðnaðarins, Samtak sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Landsneti sem haldinn var í Hofi á Akureyri 7. apríl. Yfirskrift fundarins var Innviðir á Norðurlandi - Áskoranir í íbúðauppbyggingu og orkuöflun. Tíu frummælendur voru á fundinum sem fóru inn á mismunandi efnisatriði. Einnig var gestum í sal gefið tækifæri að spyrja frummælendur að erindum loknum.
Hér er hægt að nálgast ávarp formanns Samtaka iðnaðarins á fundinum.
Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.
Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir frá fundinum.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, var fundarstjóri.
Árni Sigurjónsson, formaður SI, flutti ávarp.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, flutti ávarp.
Friðrik Ág. Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI og fulltrúi Meistarafélags byggingarmanna á Norðurlandi, kynnti nýja íbúðatalning SI og HMS.
Hermann Jónasson, forstjóri HMS, fjallaði um húsnæðisáætlanir, almenn leigufélög og hlutdeildarlán.
Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi Akureyrarbæjar, fór yfir framtíð skipulags á Akureyri.
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, fjallaði um stöðu og áskoranir í orkumálum á Norðurlandi.
Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets, ræddi um mikilvægi nútíma innviða til raforkuflutninga.
Guðmundur Haukur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vistorku, fór yfir breyttar ferðavenjur.
Eva Hlín Dereksdóttir, framkvæmdastjóri Raftákns, fór yfir rafbílavæðingu almennings.
Hér er hægt að nálgast upptöku frá fundinum:
https://www.youtube.com/watch?v=CEFUp9yRuoQ