Fréttasafn



8. apr. 2022 Almennar fréttir Ár grænnar iðnbyltingar Iðnaður og hugverk Innviðir Mannvirki Orka og umhverfi

Innviðir á Norðurlandi til umfjöllunar á fundi í Hofi

Innviðir á Norðurlandi voru til umfjöllunar á sameiginlegum fundi Samtaka iðnaðarins, Samtak sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Landsneti sem haldinn var í Hofi á Akureyri 7. apríl. Yfirskrift fundarins var Innviðir á Norðurlandi - Áskoranir í íbúðauppbyggingu og orkuöflun. Tíu frummælendur voru á fundinum sem fóru inn á mismunandi efnisatriði. Einnig var gestum í sal gefið tækifæri að spyrja frummælendur að erindum loknum. 

Hér er hægt að nálgast ávarp formanns Samtaka iðnaðarins á fundinum.

Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.

Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir frá fundinum.

DST_4790Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, var fundarstjóri.

DST_4822Árni Sigurjónsson, formaður SI, flutti ávarp.

DST_4860Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, flutti ávarp.

DST_4939Friðrik Ág. Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI og fulltrúi Meistarafélags byggingarmanna á Norðurlandi, kynnti nýja íbúðatalning SI og HMS.

DST_5014Hermann Jónasson, forstjóri HMS, fjallaði um húsnæðisáætlanir, almenn leigufélög og hlutdeildarlán.

DST_5074Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi Akureyrarbæjar, fór yfir framtíð skipulags á Akureyri.

DST_5450Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, fjallaði um stöðu og áskoranir í orkumálum á Norðurlandi.

DST_5501Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets, ræddi um mikilvægi nútíma innviða til raforkuflutninga.

DST_5558Guðmundur Haukur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vistorku, fór yfir breyttar ferðavenjur.

DST_5677Eva Hlín Dereksdóttir, framkvæmdastjóri Raftákns, fór yfir rafbílavæðingu almennings.

DST_5061

DST_4894

DST_5205

DST_5707

DST_5272

DST_5725

DST_5236

DST_5546

DST_4980

Hér er hægt að nálgast upptöku frá fundinum:

https://www.youtube.com/watch?v=CEFUp9yRuoQ