Fréttasafn



11. ágú. 2025 Almennar fréttir Menntun Samtök menntatæknifyrirtækja

Íslensk námsgögn til umfjöllunar á málstofu og sýningu

Samtök iðnaðarins, Samtök íslenskra menntatæknifyrirtækja, Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu, Kennarasamband Íslands, Félag íslenskra bókaútgefenda, IÐNÚ, Hagþenkir, Þróunarsjóður námsgagna ásamt Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar standa fyrir málstofu og sýningu undir yfirskriftinni „Íslensk námsgögn – hvað er til?“ Málstofan fer fram miðvikudaginn 13. ágúst kl. 16:00–17:30 í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Fjölbreytt kynning á íslensku námsefni

Málstofan verður haldin í fyrirlestrarsal í stofu 11. Samhliða fer fram sýning á íslensku námsefni fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólastig í Miðgarði.

Á málstofunni gefst öllum sem koma að gerð námsefnis á Íslandi tækifæri til að kynna þau verk sem þegar eru til.

Umræða um mikilvægi námsefnis

Tilgangur málstofunnar er að efla umræðu um þróun námsefnis og mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag. Þar koma fram sérfræðingar sem hafa brennandi áhuga á að skapa hágæða námsefni sem stuðlar að jöfnum tækifærum barna, bættri gæðum kennslu og styrkingu hæfni samfélagsins.

Dagskrá

  • Setning málstofu – Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra
  • Hugleiðingar um stöðu og framtíð námsefnis á tímum gervigreindar – Hjörtur Ágústsson, skrifstofustjóri nýsköpunar og þróunar, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur
  • Höfundarverk eða hrærigrautur? – Súsanna Margrét Gestsdóttir, dósent á Menntavísindasviði, Hagþenkir
  • Námsefni í takt við þarfir nemenda – Heiðar Ingi Svansson, framkvæmdastjóri IÐNÚ útgáfu
  • Sundkennsla á þurru landi – Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla, fv. formaður Kennarasambands Íslands
  • Framtíðarsýn Miðstöðvar menntunar: Gervigreind og stafrænir innviðir í þágu skóla – Páll Ásgeir Torfason, stafrænn leiðtogi, Skrifstofa forstjóra
  • Nokkur álitamál og umræðupunktar – Magnús Þór Jónsson og Guðjón Hreinn Hauksson, KI og FF
  • Heima er best! – Íris E. Gísladóttir, Samtök menntatæknifyrirtækja (IEI)
  • Léttar veitingar og samtal á sýningarsvæði námsefnis til kl. 18:00

Ef þú óskar eftir að skrá þig sem sýnandi námsgagna, vinsamlegast fylltu út meðfylgjandi skráningarform hér.

Hér er hægt að skrá sig á málstofuna.