Fréttasafn



17. nóv. 2023 Almennar fréttir Félag pípulagningameistara Mannvirki Samtök rafverktaka

Íslenskir rafverktakar og píparar á ráðstefnu í Brussel

Félag pípulagningameistara og Samtök rafverktaka tóku á dögunum þátt í árlegri ráðstefnu sem haldin var sameiginlega af EuropeON sem eru samtök rafverktaka og GCP Europe sem eru samtök pípara og blikksmiða. Á ráðstefnunni sem haldin var í Brussel var lögð  áherslu á mikilvægi uppsetningargeiranna og allra starfsmanna þeirra auk framlags raf- og vélbúnaðargeirans til orku- og stafrænna umbreytinga. Á ráðstefnunni var athyglinni einnig beint að því hvernig fyrirtæki innan iðngreinanna eru að viðhalda hæfni í háþróuðu starfsumhverfi þeirra. Jafnframt var varpað ljósi á þörfina á að leita nýrra leiða til að tengja betur verkkaupa og hönnuði sem vinna með þessum iðngreinum.

Í anda evrópska færniársins 2023 var í fyrri hluti ráðstefnunnar lögð áhersla á færni með umræðum og framlagi fyrirlesaranna MEP Ilana Cicurel, David Goodhart, blaðamanns og höfundar Head, Hand, Heart og Pär Lundström, yfirstefnuráðgjafa hjá IN.SE Svíþjóð.

Oliver Jung, framkvæmdastjóri GCP Europe, lagði áherslu á nauðsyn þess að finna lausnir til að fjölga tiltækum og nauðsynlegum fagmönnum í tæknigreinunum. Ennfremur útskýrði hann að nauðsynlegt væri fyrir iðngreinarnar að laða að hæfileikafólk sem getur notað bæði gervigreind og hefðbundin verkfæri til að þróa iðngreinarnar enn frekar en nú er gert að sífellt tæknilegri viðfangsefnum. „Evrópskar og innlendar stofnanir ættu að efla iðnmenntun og færni sem nauðsynleg er fyrir orku- og stafræn umskipti. Ný Marshall áætlun um færni ætti að vera sett fram til að koma í framkvæmd nauðsynlegum breytingum sem gera iðngreinunum kleift að takast á við áskoranir sem eru framundan.“

Seinni hluta ráðstefnunnar tileinkaður gervigreind (AI). Þar stigu á stokk fimm fyrirlesarar: Martin Ulbricht yfirsérfræðingur í deild framkvæmdastjórnar Evrópuþingsins fyrir stefnumótun og samhæfingu gervigreindar, Thierry Geerts, landsstjóri Google Belgíu og höfundur Homo Digitalis, Josh Bone, framkvæmdastjóri ELECTRI International (Bandaríkjunum), Troels Blicher Danielsen, framkvæmdastjóri hjá Tekniq Arbejdsgiverne (Danmörku) og Luc Vercruyssen frá KNX Association.

Í lokaorðum ráðstefnunnar lagði Julie Beaufils, framkvæmdastjóri EuropeOn, áherslu á möguleika gervigreindar fyrir framtíðarverkefni iðngreinanna og hvernig verktakar ættu óhikað að líta á gervigreind sem nýtt tæki í vopnabúri sínu. „Áskoranir tengdar gervigreind og færni tengjast á margan hátt. Þó að gervigreind muni aldrei geta framkvæmt handverkið sjálft, getur gervigreind óbeint dregið úr þörf á vinnuafli í greininni með því að auka framleiðni. En til að þetta verði að veruleika þurfa lítil og meðalstór fyrirtæki stuðning til að efla starfsmenn sína og öðlast nauðsynlega stafræna færni.“

Hjörleifur Stefánsson, formaður SART, Pétur H. Halldórsson, varaformaður SART, Julie Beaufils, framkvæmdastjóri EuropeOn, Oliver Jung, Framkvæmdastjóri GCP Europe, Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri SART og viðskiptastjóri Félags pípulagningameistara, og Böðvar Ingi Guðbjartsson, formaður Félags pípulagningameistara.