Fréttasafn1. okt. 2020 Almennar fréttir Mannvirki Samtök arkitektastofa

Jón Ólafur endurkjörinn formaður SAMARK

Jonsi_13-320x334Jón Ólafur Ólafsson hjá Batteríinu var endurkjörinn formaður Samtaka arkitektastofa, SAMARK, og Aðalheiður E. Kristjánsdóttir hjá Landsmótun var endurkjörin í stjórn samtakanna á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í síðustu viku. Í ljósi aðstæðna fór aðalfundurinn fram með rafrænum hætti á Zoom en stýrt frá skrifstofu SI í Húsi atvinnulífsins. Þrátt fyrir nýtt fyrirkomulag á fundahaldinu var mæting og þátttaka á fundinum góð.

Áður en formleg aðalfundarstörf hófust hélt Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, erindi um íslenska hagkerfið og iðnaðinn á tímum COVID. Fundarstjóri var Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI.

Adalfundur-2020Aðalfundur SAMARK fór fram á Zoom.