Fréttasafn



29. des. 2022 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Mannvirki

Kjarasamningar undirritaðir milli FRV og VFÍ, SFB og ST

Kjarasamningar milli Félags ráðgjafarverkfræðinga annars vegar og Verkfræðingafélags Íslands, Stéttarfélags byggingafræðinga og Stéttarfélags tölvunarfræðinga hins vegar voru undirritaðir 22. desember. Samningarnir voru lausir frá 1. nóvember og funduðu kjarasamninganefndir ört frá þeim tíma. Helstu atriði samningsins hafa verið kynnt félagsmönnum FRV samhliða því að boðað hefur verið til félagsfundar FRV til kosninga um efni nýs samnings. Félagsfundurinn fer fram föstudaginn 6. janúar nk. og aðeins ætlaður félagsmönnum FRV.

Kjarasamninganefnd FRV skipuðu þau Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir hjá Eflu, Ólöf Helgadóttir hjá Lotu, Pétur Örn Magnússon hjá Lotu, Skapti Valsson hjá Mannviti og Stefán Veturliðason hjá VSB verkfræðistofu. Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, var samninganefnd FRV til stuðnings.

Image00003_1672317834258

Image00005_1672317854300

Image00008

Image00007_1672315807143

Image00010_1672315847787