Fréttasafn



8. okt. 2020 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Kjarnafæði áfram með A-vottun SI

Kjarnafæði náði á dögunum þeim áfanga að fá endurnýjaða A-vottun Samtaka iðnaðarins í gæðastjórnun sem gildir fram til september-mánaðar 2022. Kjarnafæði hefur lengi haft gæðamálin að leiðarljósi en árið 2013 fékk fyrirtækið sína fyrstu A-vottun SI en á þeim tíma var einungis eitt fyrirtæki sem hafði hlotið slíka vottun. Á myndinni er Friðrik Magnússon, gæðastjóri Kjarnafæðis, og A-vottun SI komin upp á vegg.

A-vottun SI er staðfesting á því að fyrirtækið sé með skilgreinda og skjalfesta vinnu og verkferla sem byggja á viðurkenndum aðferðum við rekstur og stjórnun. Það er því ljóst að Kjarnafæði heldur áfram að verða leiðandi í gæðamálum en fyrirtækið hefur einnig uppfyllt kröfur um ISO-9001 gæðastjórnunarstaðallinn. Sá staðall skilgreinir kröfur til fyrirtækja sem kappkosta að tryggja að vörur og þjónusta uppfylli kröfur viðskiptavina og að unnið sé markvisst að umbótum á stjórnunarkerfum og starfsemi. Þá má geta þess að fyrr á þessu ári fékk Kjarnafæði vottun þess efnis að fyrirtækið uppfyllti kröfur FSSC-22000 staðalsins en um er að ræða einn af fullkomnustu alþjóðlegu matvælaöryggisstöðlum sem völ er á.