Kosning nýs formanns Samtaka rafverktaka
Aðalfundur Samtaka rafverktaka, Sart, verður haldinn föstudaginn 7. mars kl. 8.30 á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn markar tímamót þar sem kjör nýs formanns fer fram en núverandi formaður, Hjörleifur Stefánsson, lýkur hámarkstíma sínum í embætti. Áhugasamir frambjóðendur geta látið vita af sér í gegnum netfangið sart@si.is eigi síðar en 20. febrúar.
Á aðalfundinum munu formaður og framkvæmdastjóri fara yfir störf stjórnar og skrifstofu á liðnu ári, reikningar samtakanna verða kynntir og formenn aðildarfélaga munu gera grein fyrir starfi síns félags. Undir lok hefðbundinna aðalfundarstarfa verður kosið um nýjan formann, auk tveggja skoðunarmanna og varamanna þeirra.