Fréttasafn8. feb. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Kynning á Tækniþróunarsjóði og skattahvötum

Kynningarfundur um Tækniþróunarsjóð, skattahvata og Enterprise Europe Network fór fram í Húsi atvinnulífsins í gær. 

Frummælendur voru Svandís Unnur Sigurðardóttir, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís, sem fjallaði um Tækniþróunarsjóð og kynnti styrkjaflokka sjóðsins og ferlið í kringum umsóknir. Þá steig í pontu Davíð Lúðvíksson, einnig sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís, sem kynnti skattafrádrátt vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Einnig kynnti Mjöll Waldorf, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís, Enterprise Europe Network sem styður metnaðarfull fyrirtæki í nýsköpun og alþjóðlegum vexti gegnum stærsta viðskiptatengslanet heims. Að endingu sagði Oddur Ólafsson, meðstofnandi og framkvæmdastjóri HorseDay ehf., félagsmaður SI og SSP, frá sinni reynslu af Tækniþróunarsjóði.

Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, var fundarstjóri.

Hér er hægt að nálgast glærur þingsins.

Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum:

https://vimeo.com/910742323

 

Image00001_1707383211718Oddur Ólafsson, meðstofnandi og framkvæmdastjóri HorseDay. 

Image00002_1707383229392Mjöll Waldorf, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís.

Image00006_1707383412852Davíð Lúðvíksson, einnig sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís.

Image00008_1707383603929Svandís Unnur Sigurðardóttir, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís.

Mynd