20. mar. 2023 Almennar fréttir Félag blikksmiðjueigenda Mannvirki

Kynntu blikkið fyrir grunnskólanemendum

Félag blikksmiðjueigenda tók þátt í sýningunni Mín framtíð sem fór fram í Laugardalshöllinni samhliða keppni í Íslandsmóti iðn- og verkgreina. Þar fengu grunnskólanemar að kynnast margvíslegum störfum og þar á meðal blikksmíði 22 faggreinar voru skráðar til leiks í keppni og 10 greinar til viðbótar kynntu sig. 

Á myndinni hér fyrir ofan eru Sævar Kristjánsson hjá Hagblikk og Sævar Jónsson hjá Blikksmiðju Guðmundur sem stóðu vaktina á sýningunni.  

Hér er hægt að nálgast einblöðung Félags blikksmiðjueigenda sem dreift var á sýningunni. Þar kemur meðal annars fram að blikksmíði sé löggilt iðngrein og kennd í Borgarholtskóla og í Verkmenntaskólanum á Akureyri.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.