Fréttasafn25. sep. 2020 Almennar fréttir

Lagabreytingatillögur samþykktar á framhaldsaðalfundi SI

Framhaldsaðalfundur SI var haldinn í Hörpu föstudaginn 18. september. Fámennt var fundinum enda voru einungis tvö mál á dagskrá þar sem flest öll lögbundin dagskrármál voru afgreidd á aðalfundi samtakanna síðastliðið vor. Lagðar voru til fjórar lagabreytingatillögur sem fundarmenn samþykktu. Nýsamþykkt lög SI er hægt að nálgast hér. Auk þess var lögð fyrir fundinn síðari ályktun Iðnþings fyrir árið 2020 sem einnig var samþykkt. Árni Sigurjónsson, formaður SI, opnaði fundinn og tilnefndi Pétur Guðmundarson sem fundarstjóra en Pétur hefur sinnt fundarstjórn á aðalfundum samtakanna síðustu þrjú ár. 

Si_idnthing_arni_ponta_fundur_1Árni Sigurjónsson, formaður SI. 

Si_idnthing_2020-1Pétur Guðmundsson, fundarstjóri.

Si_idnthing_2020-4Egill Jónsson hjá Össuri og Sigurður Ragnarsson hjá ÍAV.

Si_idnthing_2020-6Vignir Steinþór Halldórsson, Ágúst Þór Pétursson og Magnús Hilmar Helgason.

Si_idnthing_2020-7Guðrún Halla Finnsdóttir hjá Norðuráli, Birgir Örn Birgisson hjá Pizza-Pizza og Arna Arnardóttir, gullsmiður.

Si_idnthing_2020-9Friðrik Á. Ólafsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Berglind Guðjónsdóttir og Kristján Daníel Sigurbergsson, starfsmenn SI. 

Si_idnthing_2020-3_1601029146960Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir hjá CRI og Gunnar Sigurðarson hjá SI.