Fréttasafn18. feb. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Landssamband bakarameistara

Ljósmæður tóku á móti fyrstu Köku ársins

Ljósmæður og starfsfólk fæðingarþjónustu Landspítala tóku á móti fyrstu Köku ársins 2021. Landssamband bakarameistara efndi venju samkvæmt til árlegrar keppni um Köku ársins. Sigurvegari keppninnar var Garðar Sveinn Tranberg, bakarameistari hjá Bakarameistaranum og er kaka Garðars Góu hraunkaka með karamellumús og ferskju- og ástaraldinfrómas.

Sala á kökunni hefst í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara um allt land í dag fimmtudaginn 18. febrúar í tilefni konudagsins sem er næstkomandi sunnudag. Kaka ársins verður til sölu það sem eftir er ársins.

Mynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Helgi Vilhjálmsson, forstjóri Góu, María Guðrún Þórisdóttir, yfirljósmóðir, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Garðar Sveinn Tranberg, bakarameistari, og Sigurbjörg Sigþórsdóttir, formaður Landssambands bakarameistara.