Fréttasafn14. júl. 2021 Almennar fréttir Mannvirki

Lóðaframboð sveitarfélaga þarf að vera meira og fjölbreyttara

Það blasir við að lóðaframboð þarf að vera meira og fjölbreyttara. Mikilvægt er að markaðurinn mæti þörfum íbúa á hverjum tíma en áhersla á uppbyggingu þéttingarreita í Reykjavík hefur ekki skilað möguleikum á hagkvæmri uppbyggingu fyrir almennan markað. Tryggja þarf að hagkvæm uppbygging eigi sér stað fyrir almenna íbúðamarkaðinn, en verði ekki aðeins í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög. Þetta segir Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, í grein í Markaðnum sem ber yfirskriftina Sveitarfélög axli ábyrgð í íbúðauppbyggingu

Sveitarfélög axli ábyrgð

Jóhanna Klara segir í greininni að úrræðin til að bregðast við íbúðavanda séu fyrst og fremst á valdi sveitarfélaganna sem spili stórt hlutverk þegar komi að þróun íbúðamarkaðar. Hún segir það mat Samtaka iðnaðarins að mikilvægt sé að þau axli ábyrgð og bregðist við með auknu og fjölbreyttara framboði lóða og geri þannig sitt til að þörfum íbúa landsins fyrir íbúðarhúsnæði sé mætt.

Tekur undir orð seðlabankastjóra

Í greininni segir Jóhanna Klara að það sé hægt að taka undir orð seðlabankastjóra þegar hann segir að verðhækkanir á íbúðamarkaði undanfarið séu til merkis um að framboð hafi ekki í við eftirspurn, það er að ekki sé nægjanlega mikið byggt af íbúðum. Hún segir að réttilega bendi hann á að ástæðan liggi í ónægu framboði lóða, ekki síst af hálfu stærsta sveitarfélags landsins, Reykjavík.

Hér er hægt að lesa greinina í heild sinni.

Markaðurinn, 14. júlí 2021.

Markadurinn-14-07-2021