Fréttasafn



  • Nýbyggingar

1. okt. 2015 Mannvirki

Lóðaverð hækkar um 508% á 12 árum

 Viðskiptablaðið hefur fjallað ítarlega um húsnæðismál undanfarið og farið yfir stöðuna á íbúðamarkaði. Í blaðinu í dag er víðtæk umfjöllun um lóðaverð þar sem Friðrik Ólafsson, forstöðumaður byggingasviðs hjá SI segir að framkvæmdalán til verktaka beri nánast okurvexti og lóðaverð sé þannig í dag að verktakar freistast til að byggja stórar og dýrar íbúðir fremur en litlar og ódýrar. Friðrik segir allt gert til að hækka verð á fasteignum. Sama lóðarverð sé fyrir 55 fermetra íbúð og 150 fermetra íbúð. Frá 2004 – 2015 hafi lóðarverð í hverfi á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 508% reiknað á verðlagi ársins 2015.  

Einnig er rætt við Ágúst Pétursson, formann Meistarafélags iðnaðarmann í Hafnarfirði sem tekur í sama streng og segir vissulega þurfa að lækka lóðarverð ef mæta eigi þörf markaðarins fyrir litlar og ódýrar íbúðir.

Ágúst segir að það hafi sannað sig að þeir sem hafi fengið ódýrar lóðir hafi byggt ódýrari íbúðir. „Menn halda alltaf að verktakinn reyni að taka mismuninn allan í vasann en það er alrangt. Það er geysilegur ávinningur fyrir verktaka að selja sem fyrst til að minnka fjármagnskostnaðinn.“

Þá segir Ágúst byggingareglugerðina allt of stífa og hægt væri að byggja ódýrari íbúðir ef vikið væri frá reglunum í einhverjum tilvika og nefnir sem dæmi kröfur um algilda hönnun og og auknar rýmiskröfur.

Sjá umfjöllun í Viðskiptablaðinu hér .