Fréttasafn



15. maí 2023 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Mannvirki

Loftmyndir kæra útboð á öflun loftmynda sem þegar eru til

KA_1-LoftmyndirKarl Arnar Arnarsson, framkvæmdastjóri Loftmynda, sem er aðildarfyrirtæki SI gagnrýnir útboð á öflun loftmynda á Íslandi í frétt mbl.is. Hann segir gögnin þegar til í þeim gæðum sem verið sé að biðja um og jafnvel betri. Kostnaður ríkisins við að koma upp slíkum kortagrunni sé ekki í fjárlögum og því óljóst hvernig til standi að fjármagna verkið og þá sé fólgin ákveðin áhætta í fjárfestingunni.

Þegar  til myndir af 90 þéttbýlisstöðum í betri gæðum en farið er fram á í útboðinu

Landmælingar Íslands hafa efnt til útboðs um öflun loftmynda af Íslandi sem Karl segir að séu þegar til og kemur fram í frétt mbl.is að útboðið hefur verið kært. Í fréttinni kemur fram að þær myndir sem ætlað er að afla með útboðinu hjá Loftmyndum í betri upplausn eða gæðum en farið er fram á í útboðinu. Karl bendir á að Loftmyndir hafi þegar tekið loftmyndir af yfir 90 þéttbýlisstöðum á landinu í 10x10 upplausn eða betri gæðum en farið er fram á í útboðinu. Þá sé gagnagrunnurinn að sögn Karls aðgengilegur öllum á map.is auk þess sem ríkið sé í dag með samning við fyrirtækið um aðgang að öllum gögnum, þar af leiðandi séu allar stofnanir á vegum ríkisins með aðgang að gagnagrunninum og sé hann til að mynda notaður við hannanir í vegakerfinu.

Áætlaður kostnaður 750-900 milljónir og aukin innhýsing ríkisins

Í  frétt mbl.is kemur einnig fram að Karl gagnrýni að ekki sé sóst eftir því að nýta þann gagnagrunn sem þegar er til en miðað við þarfagreiningarskýrslu sem gerð var árið 2019 sé áætlaður kostnaður við verkið 750-900 milljónir og eftir það 130-150 milljónir til þess að viðhalda gagnagrunninum miðað við uppreiknaðan kostnað til dagsins í dag. En kostnaður vegna samnings ríkisins við Loftmyndir sé í dag töluvert lægri en gert sé ráð fyrir í skýrslunni. Jafnframt kemur fram í fréttinni að verkefnið feli í sér aukna innhýsingu ríkisins í beinni samkeppni við einkafyrirtæki á markaði og enn sé óljóst hvernig til standi að fjármagna verkefnið, enda ekki gert ráð fyrir kostnaði ríkisins í fjárlögum. Þá segir Karl útboðinn kostnað aldrei koma til með að endurspegla endanlegan kostnað enda ætli ríkið að taka á sig kostnað vegna slæmra veðurdaga, en á þeim dögum sé ekki hægt að mynda. 

Á vef mbl.is er hægt að lesa fréttina í heild sinni.

mbl.is, 13. maí 2023. 

Myndin er tekin af vef Loftmynda af Djúpavogi.