Fréttasafn26. sep. 2022 Almennar fréttir Samtök rafverktaka Starfsumhverfi

Löggiltir rafvertakar funda um komandi kjarasamninga

Félagsfundur félaga löggiltra rafverktaka á suðvesturhorninu var haldinn í Húsi atvinnulífsins síðastliðinn fimmtudag. Á fundinum var farið yfir kjarasamninga sem eru framundan. 

Sérfræðingar af vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins, SA, kynntu kröfugerðir iðnaðarmanna fyrir hópi atvinnurekanda innan SART. Á fundinum var farið yfir þjónustu vinnumarkaðssviðsins fyrirfélagsmenn, niðurstöður vinnumarkaðskönnunar meðal félagsmanna SART og megináherslur SA fyrir komandi kjaraviðræður.

Hlekkur á glærur fundarins eru aðgengilegar á mínum síðum á vef SART undir kynningar.

Fundur-sept-2022_1

Fundur-sept-2022_3Guðmundur Heiðar Guðmundsson, lögmaður á vinnumarkaðssviði SA, fór yfir kjaraviðræðurnar framundan.