Fréttasafn



8. des. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök fyrirtækja í málm– og skipaiðnaði

Málmur þakkar Bjarna Thoroddsen fyrir stjórnarsetu

Málmur, samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði, stóð fyrir jólafundi í vikunni í Húsi atvinnulífsins. Tilefni fundarins var 85 ára afmæli félagsins ásamt því að kveðja og þakka Bjarna Thoroddsen, sem hefur setið í stjórn Málms í rúm þrjátíu ár, fyrir hans framlag til félagsins. Daníel Óli Óðinsson, formaður Málms, opnaði fundinn og tæpti á helstu verkefnum stjórnar síðast liðið ár. Þá tók Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, til máls og þakkaði Bjarna fyrir samstarfið. Lilja Björk Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri Málms, afhenti Bjarna gjöf sem þakkarvott.

Ingólfur Sverrisson, fyrrum forstöðumaður málm- og véltæknisviðs SI, hélt erindi þar sem farið var yfir sögu Málms og þær breytingar sem greinin hefur farið í gegnum síðastliðna áratugi. Ekki var hjá því komist en að greina frá aðkomu Bjarna að þeim stóru hagsmunamálum sem unnið var að. Að lokum þakkaði Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar, Bjarna fyrir framlag hans á vettvangi Iðunnar fræðsluseturs síðastliðna áratugi og afhenti honum gjöf sem þakklætisvott.

Stjórn Málms vill þakka Bjarna Thoroddsen fyrir hans ómetanlega framlag á vettvangi málm- og véltækniiðnaðar síðastliðna áratugi og óskar honum farsældar í nýjum verkefnum.   

7

8

6_1702029315496

Sh

9

5_1702029199614

2_1702029174680