Málstofa og sýning um íslenskt námsefni sem er til
Samtök íslenskra menntatæknifyrirtækja, Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu, Kennarasamband Íslands, Félag íslenskra bókaútgefenda, IÐNÚ, Þróunarsjóður námsgagna ásamt Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar standa fyrir málstofu undir yfirskriftinni „Íslensk námsgögn – hvað er til?“ Málstofan fer fram miðvikudaginn 13. ágúst kl. 16:00–17:30 í Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Fjölbreytt kynning á íslensku námsefni
Málstofan verður haldin í fyrirlestrarsal í stofu 11. Samhliða fer fram sýning á íslensku námsefni fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólastig í salnum Miklagarði og eftir þörfum einnig í Miðgarði.
Á málstofunni gefst öllum sem koma að gerð námsefnis á Íslandi tækifæri til að kynna þau verk sem þegar eru til.
Umræða um mikilvægi námsefnis
Tilgangur málstofunnar er að efla umræðu um þróun námsefnis og mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag. Þar koma fram sérfræðingar sem hafa brennandi áhuga á að skapa hágæða námsefni sem stuðlar að jöfnum tækifærum barna, bættri gæðum kennslu og styrkingu hæfni samfélagsins til framtíðar.
Áhersla verður lögð á mikilvægi fjölbreytts námsefnis sem styður inngildandi skólastarf, auk þess sem fjallað verður um þann skort sem víða er á íslensku námsefni. Dagskrá verður kynnt síðar.
Ef þú óskar eftir að skrá þig sem sýnandi námsgagna, vinsamlegast fylltu út meðfylgjandi skráningarform hér.
Viðburðinn er hægt að nálgast á Facebook.