Málþing um framtíðarfyrirkomulag útgáfu námsgagna
Mennta- og barnamálaráðuneytið stóð ásamt samstarfsaðilum fyrir málþingi um framtíðarfyrirkomulag útgáfu námsgagna síðastliðinn föstudag. Meginumfjöllunarefni málþingsins var hvaða leiðir eru færar til að auka aðgengi nemenda að vönduðum námsgögnum.
Á vef Stjórnarráðsins segir að fjölbreyttur hópur hafi fjölmennt á málþingið og komið sínum sjónarmiðum á framfæri í pallborðsumræðum og málstofum. Íris E. Gísladóttir sem er formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja og formaður Spretthóps um námsgögn var meðal þeirra sem fluttu erindi. Hún fór yfir vinnu hópsins og helstu áherslur starfsins ásamt sögulegu ágripi af íslenskri námsgagnaútgáfu. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Íris hafi lagt áherslu á mikilvægi þess að hópurinn væri stór og fjölbreyttur með ólíkar skoðanir – það væri styrkur til að ná fram framtíðarfyrirkomulagi sem henti sem flestum.
Þá flutti Hulda Birna Kærnested Baldursdóttir, verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá SI, örerindi um námsgögn í framhaldsskóla.
Spretthópinn skipa:
- Íris E. Gísladóttir, formaður,
- Berglind Ósk Guðmundsdóttir, án tilnefningar,
- Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, fulltrúi Samtaka menntatæknifyrirtækja,
- Þórdís Jóna Sigurðardóttir, fulltrúi Menntamálastofnunar,
- Andri Már Sigurðsson, fulltrúi Menntamálastofnunar,
- Lára Stefánsdóttir, fulltrúi Skólameistarafélags Íslands,
- Simon Cramer Larsen, fulltrúi Kennarasambands Íslands,
- Árný Jóna Stefánsdóttir, fulltrúi Kennarasambands Íslands,
- Herdís Ágústa Matthíasdóttir, fulltrúi Kennarasambands Íslands,
- Sara Oliva Pétursdóttir, fulltrúi Samfés,
- Daníel Örn Gunnarsson, fulltrúi Samfés,
- Tryggvi Brian Thayer, fulltrúi Háskóla Íslands,
- Kristín Margrét Jóhannsdóttir, fulltrúi Háskólans á Akureyri,
- Sólrún Harðardóttir, fulltrúi Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna,
- Heiðar Ingi Svansson, fulltrúi Félags íslenskra bókaútgefenda,
- Valdimar Víðisson, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga,
- Ragnar Þór Pétursson, fulltrúi Samtaka áhugafólks um skólaþróun.
Starfsmaður hópsins er Óskar Haukur Níelsson, sérfræðingur í mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Íris E. Gísladóttir.
Hulda Birna Kærnested Baldursdóttir.