Fréttasafn



12. des. 2022 Almennar fréttir Félag pípulagningameistara Mannvirki

Mari pípulagningameistari í Vestmannaeyjum 70 ára

Sigurvin Marinó Sigursteinsson, pípulagningameistari hjá Miðstöðinni í Vestmannaeyjum, varð 70 ára þann 7. desember sl. Mari eins og hann er ætíð kallaður er þriðji ættliður pípara en bæði faðir Mara og afi störfuðu hjá Miðstöðinni. Sonur Mara, Bjarni Ólafur Marinósson, er fjórði ættliðurinn í pípulögnum og er núna tekinn við starfi framkvæmdastjóra hjá Miðstöðinni í Vestmannaeyjum.

Mari er félagsmaður í Félag pípulagningameistara og óskar stjórn félagsins honum til hamingu með 70 ára afmælið.

Sigurvin Marinó Sigursteinsson, pípulagningameistari.