Matvælaráðherra tók á móti fyrstu Köku ársins
Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, tók á móti fyrstu Köku ársins 2023 í dag. Landssamband bakarameistara efndi venju samkvæmt til árlegrar keppni um Köku ársins. Sigurvegari keppninnar að þessu sinni er Guðrún Erla Guðjónsdóttir í Mosfellsbakaríi.
Kaka ársins er með Doré karamellu-mousse með passion-kremi og heslihnetumarengsbotni. Sala á kökunni hefst í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara um allt land í dag í tilefni af Valentínusardegi sem er næstkomandi þriðjudag. Kaka ársins verður til sölu út árið.
Mynd/BIG
Frá afhendingu kökunnar í matvælaráðuneytinu í dag. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, Guðrún Erla Guðjónsdóttir í Mosfellsbakaríi, og Sigurður Már Guðjónsson, formaður Landssambands bakarameistara.
mbl.is, 9. febrúar 2023.
Vísir, 9. febrúar 2023.
Viðskiptablaðið, 9. febrúar 2023.
Húni, 9. febrúar 2023.
Fiskifréttir, 9. febrúar 2023.
Fréttablaðið, 10. febrúar 2023.
DV, 10. febrúar 2023.