28. apr. 2022 Almennar fréttir Menntun

Menntadagur atvinnulífsins fjallaði um stafræna hæfni

Á Menntadegi atvinnulífsins sem fram fór í Silfurbergi í Hörpu mánudaginn 25. apríl kl. 9-12 var fjallað um stafræna hæfni í íslensku menntakerfi og atvinnulílfi. Þetta var í níunda sinn sem Menntadagur atvinnulífsins var haldinn en um er að ræða samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins, Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins og Samtaka verslunar og þjónustu.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, flutti opnunarávarp. Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, deildarstjóri í nýsköpun og frumkvöðlamennt hjá Háskóla Íslands, flutti erindi með yfirskriftinni Að efla tæknilæsi og tækniáhuga. Kristrún Lind Birgisdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Ásgarðs í skýjunum, flutti erindi með yfirskriftinni Námsgagnatorgið - stafræn bylting í starfsumhverfi kennara. Íris Ösp Bergþórsdóttir, mannauðsstjóri Elkem, flutti erindi með yfirskriftinni Hverju breytir stafræn þróun fyrir atvinnulífið. Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covery á Íslandi, flutti erindi sem nefndist Frá IQ til EQ að Dq: stafræn færni og tilfinningagreinda, þjálfun lykilfærni leiðtoga á þekkingaröld. 

Í fyrri pallborðsumræðum tóku þátt Einar Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri Intellecta, Inga Björg Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri Attentus, og Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi Hagvangi. Stjórnandi umræðunnar var Ágústa Björg Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvá. Í seinni pallborðsumræðum tóku þátt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála og vinnumarkaðsráðherra. Stjórnandi umræðunnar var Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans.

Í lok dagskrár voru afhentar menntaviðurkenningar sem fóru annars vegar til Samkaupa og hins vegar til Gentle Giants. 

_F1A3835Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.

_F1A3863Geir Kristinn Aðalsteinsson, mannauðsstjóri Hölds, var fundarstjóri.

_F1A3946Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, deildarstjóri í nýsköpun og frumkvöðlamennt hjá Háskóla Íslands.

_F1A3962Kristrún Lind Birgisdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Ásgarðs í skýjunum.

_F1A4082

_F1A4109Steiney Skúladóttir, Guðmundur Felixson, Dóra Jóhannsdóttir og Saga Garðarsdóttir frá Improv Ísland. 

_F1A4245Íris Ösp Bergþórsdóttir, mannauðsstjóri Elkem.

_F1A4307Einar Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri Intellecta, Inga Björg Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri Attentus, og Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi Hagvangi.

Menntadagur-2022Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála og vinnumarkaðsráðherra.

_F1A4650Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti menntaviðurkenningar.

_F1A4036Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri menntamálum hjá Samtökum iðnaðarins, og Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar.

 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.