Fréttasafn



28. apr. 2022 Almennar fréttir Menntun

Menntadagur atvinnulífsins fjallaði um stafræna hæfni

Á Menntadegi atvinnulífsins sem fram fór í Silfurbergi í Hörpu mánudaginn 25. apríl kl. 9-12 var fjallað um stafræna hæfni í íslensku menntakerfi og atvinnulílfi. Þetta var í níunda sinn sem Menntadagur atvinnulífsins var haldinn en um er að ræða samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins, Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins og Samtaka verslunar og þjónustu.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, flutti opnunarávarp. Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, deildarstjóri í nýsköpun og frumkvöðlamennt hjá Háskóla Íslands, flutti erindi með yfirskriftinni Að efla tæknilæsi og tækniáhuga. Kristrún Lind Birgisdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Ásgarðs í skýjunum, flutti erindi með yfirskriftinni Námsgagnatorgið - stafræn bylting í starfsumhverfi kennara. Íris Ösp Bergþórsdóttir, mannauðsstjóri Elkem, flutti erindi með yfirskriftinni Hverju breytir stafræn þróun fyrir atvinnulífið. Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covery á Íslandi, flutti erindi sem nefndist Frá IQ til EQ að Dq: stafræn færni og tilfinningagreinda, þjálfun lykilfærni leiðtoga á þekkingaröld. 

Í fyrri pallborðsumræðum tóku þátt Einar Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri Intellecta, Inga Björg Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri Attentus, og Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi Hagvangi. Stjórnandi umræðunnar var Ágústa Björg Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvá. Í seinni pallborðsumræðum tóku þátt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála og vinnumarkaðsráðherra. Stjórnandi umræðunnar var Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans.

Í lok dagskrár voru afhentar menntaviðurkenningar sem fóru annars vegar til Samkaupa og hins vegar til Gentle Giants. 

_F1A3835Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.

_F1A3863Geir Kristinn Aðalsteinsson, mannauðsstjóri Hölds, var fundarstjóri.

_F1A3946Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, deildarstjóri í nýsköpun og frumkvöðlamennt hjá Háskóla Íslands.

_F1A3962Kristrún Lind Birgisdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Ásgarðs í skýjunum.

_F1A4082

_F1A4109Steiney Skúladóttir, Guðmundur Felixson, Dóra Jóhannsdóttir og Saga Garðarsdóttir frá Improv Ísland. 

_F1A4245Íris Ösp Bergþórsdóttir, mannauðsstjóri Elkem.

_F1A4307Einar Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri Intellecta, Inga Björg Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri Attentus, og Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi Hagvangi.

Menntadagur-2022Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála og vinnumarkaðsráðherra.

_F1A4650Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti menntaviðurkenningar.

_F1A4036Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri menntamálum hjá Samtökum iðnaðarins, og Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar.