Menntatækni til umræðu á fundi um nýsköpun í menntakerfinu
Samtök menntatæknifyrirtækja standa fyrir fundi sem ber yfirskriftina Nýsköpun í menntakerfinu: Menntatækni - hvað er það? fimmtudaginn 16. maí kl. 9.00-10.30 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35.
Fundarstjóri er Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá SI.
Dagskrá
- Íris E. Gísladóttir, formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja - Hvað er menntatækni?
- Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, deildarstjóri Mixtúru, sköpunar- og upplýsingatæknivers skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur - Gróska í stafrænni tækni hjá Reykjavíkurborg
- Ólafur Hrafn Steinarsson hjá Rafíþróttasambandi Íslands - Hver er framtíðin? Sjónarhorn foreldris
- Umræður
Hér er hægt að skrá sig á fundinn.