Menntatæknifyrirtækið Atlas Primer á lista Time
Menntatæknifyrirtækið Atlas Primer, sem er aðildarfyrirtæki SI, hefur verið tilnefnt sem eitt af fremstu menntatæknifyrirtækjum í heimi árið 2024 af bandaríska tímaritinu Time og tölfræðifyrirtækinu Statista. Þetta kemur fram í frétt ViðskiptaMoggans og segir þar einnig að Atlas Primer sé númer 160 á listanum af 250 fyrirtækjum. Einnig kemur fram í fréttinni að Atlas Primer búi til námsumhverfi sem byggist á samræðum við gervigreind sem miðlar námsefni sem hljóði, eins konar gervigreindur einkakennari.
Rætt er við Hinrik Jósafat Atlason, stofnandi og framkvæmdastjóri Atlas Primer, sem jafnframt situr í stjórn Samtaka menntatæknifyrirtækja. Hinrik Jósafat segir að tilnefningin hafi gríðarlega þýðingu fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess og kemur fram að um 7.000 fyrirtæki hafi komið til greina en aðeins þau fremstu fengið sæti á listanum.
ViðskiptaMogginn / mbl.is, 15. maí 2024.