Menntatækniiðnaður í Mannlega þættinum
Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, og Írís E. Gísladóttir, formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja, ræða um menntatækniiðnað í Mannlega þættinum á Rás 1. Í viðtali við þær kemur meðal annars fram að Samtök menntatæknifyrirtækja hafi verið stofnuð í nóvember 2022 og í samtökunum eru fyrirtæki sem öll starfa í menntatækniiðnaði sem er á alþjóðavísu metinn á 24.000 milljarða króna með ríflega 16% stöðugan vöxt milli ára. Þá kemur fram að menntatækni sé rótgróin iðngrein sem eigi sér áratuga sögu en á Íslandi sé greinin tiltölulega ung. Þessi nýju samtök hafi það að markmiði að vinna að hagsmunum og stefnumálum menntatæknifyrirtækja, ásamt því að stuðla að vexti og viðgangi greinarinnar í íslensku menntakerfi.
Á vef RÚV er hægt að hlusta á þáttinn.
Mannlegi þátturinn á Rás 1, 21. febrúar 2023.