Mesta áskorunin að ná samningum á vinnumarkaði
„Mesta áskorunin núna er að ná samningum á vinnumarkaði. Ef það fer úr böndunum þá verður rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja gríðarlega krefjandi og samkeppnishæfni okkar mun minnka til mikilla muna. Það verður mikil áskorun fyrir okkar fyrirtæki að tækla það,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, í viðtali í sérblaðinu Morgunblaðsins um Iðnþing 2019.
Þá segir hún aðspurð um helstu áskoranir íslenskra iðnfyrirtækja þær vera fjölmargar innan þeirra málaflokka sem Samtök iðnaðarins leggi áherslu á, þ.e. menntun, innviði, nýsköpun og starfsumhverfi. „Má í því sambandi nefna menntakerfið okkar en það er gríðarlega mikilvægt að við höldum áfram að hlúa að menntun og þá sérstaklega iðn-, verk- og tæknimenntun. Okkur vantar fleiri flotta nemendur inn í þær greinar og vil ég hvetja bæði nemendur og foreldra þeirra sem nú standa frammi fyrir því að velja framtíðarnám fyrir sig að skoða möguleikana sem iðn-, verk- og tækninám býður upp á. Úti í atvinnulífinu er beðið eftir öflugu fólki sem kemur til með að móta næstu framtíð.“
Hér er hægt að lesa viðtalið við formann SI í Iðnþingsblaðinu í heild sinni.