Fréttasafn23. jan. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök leikjaframleiðenda

Mikil ánægja með starfsárið á aðalfundi IGI

Samtök leikjaframleiðenda, IGI, héldu árlegan aðalfund sinn í síðustu viku. Mikil ánægja var með frammistöðu stjórnar á liðnu starfsári en mörg áherslumál náðust í gegn eða eru í vinnslu. Félagsmenn ræddu stefnumál liðins árs, fóru yfir lykiltölur leikjaiðnaðar á Íslandi og fögnuðu vexti leikjaiðnaðar á liðnum árum.

Stefnumál samtakanna skiptast í fimm flokka; fjármagn, mannauður, innra starf, alþjóðamál og markaðssetning. Nánari umfjöllun um áherslumálin er hægt að nálgast hér í fundargerð og ársskýrslu samtakanna.

Þorgeir Frímann Óðinsson, framkvæmdastjóri Directive Games, var endurkjörinn formaður til eins árs. Diðrik Steinsson, Porcelain Fortress, Helga Bjarnadóttir, Mainframe / Sólfar Studios og Ívar Kristjánsson, 1939 Games voru kjörin meðstjórnendur til tveggja ára. Stefán Þór Björnsson, Solid Clouds, og Hilmar Þór Birgisson, Mussila, voru kjörnir varamenn til eins árs. Fyrir í stjórn sitja Halldór Snær Kristjánsson, Myrkur Games, Eldar Ástþórsson, CCP Games og María Guðmundsdóttir, Parity. Þau voru kjörin til tveggja ára á síðasta aðalfundi í mars 2022. 

Á myndinni hér fyrir ofan eru talið frá vinstri María Guðmundsdóttir, Eldar Ástþórsson, Helga Bjarnadóttir, Þorgeir Frímann Óðinsson, Nanna Elísa Jakobsdóttir, Hilmar Þór Birgisson, Diðrik Steinsson, Halldór Snær Kristjánsson og Baldvin Albertsson.

Image-02C-

Image-022-

Image

Image-01E-