Mikill áhugi á fyrirlestri arkitektsins Stefan Marbach
Það var mikill áhugi á fyrirlestri svissneska arkitektsins Stefan Marbach, einn aðaleiganda arkitektastofunnar Herzog & de Meuron, en fullt var út að dyrum í Norræna húsinu síðastliðinn þriðjudag. Það voru LHÍ, Arkitektafélag Íslands, Hönnunarmiðstöð og SAMARK sem stóðu fyrir fyrirlestrinum.
Í fyrirlestri sínum veitti Stefan innsýn í fjögur verkefni sem hann hefur komið að; Prada verslun í Tokyo í Japan (2001-2003), MiuMiu verslun í Tokyo í Japan (2014-2015), íþróttaleikvang í Bordeaux í Frakklandi (2011-2012) og fótboltaleikvang Chelsea í London í Englandi.
Stefan Marbach var hér á landi til þess að dæma lokaverkefni BA nemenda í arkitektúr við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.
Hér er hægt að lesa nánar um arkitektastofuna Herzog & de Meuron.