Fréttasafn



26. sep. 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun Samtök leikjaframleiðenda

Mikill áhugi í Bretlandi á íslenskum leikjaiðnaði

Samtök leikjaframleiðenda, IGI, ásamt CCP Games, Íslandsstofu og íslenska sendiráðinu í Bretlandi stóðu fyrir viðburði í London fyrir skömmu fyrir íslensk leikjafyrirtæki sem hafa áhuga á að kynnast breskum markaði. Á viðburðinn mættu bæði íslenskir og erlendir fjárfestar og aðilar úr breska stuðningsumhverfinu. Fulltrúi Samtaka iðnaðarins á fundinum var Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði auk stjórnar IGI. Á viðburðinum sem var vel sóttur kom fram að mikill áhugi er í Bretlandi á íslenskum leikjaiðnaði. 

Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, opnaði viðburðinn og lagði áherslu á það í erindi sínu hversu mikið íslenskur leikjaiðnaður hefði vaxið á undanförnum áratug. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri og stofnandi CCP, sagði frá sinni reynslu í leikjaiðnaði en enginn í sögu leikjaiðnaðar hefur átt jafnmikilli velgengni að fagna og Hilmar með CCP. Stofnun CCP og vöxtur hefur haft mikil áhrif á vöxt íslensks leikjaiðnaðar á liðnum árum. Þorgeir Frímann Óðinsson, formaður IGI og framkvæmdastjóri Directive Games North, flutti því næst tölu um stöðuna í leikjaiðnaði, stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi og áhrif öflugrar hagsmunagæslu. María Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Parity Games, steig síðust á svið og fjallaði um sérstöðu Íslendinga þegar kemur að skapandi iðnaði eins og leikjaiðnaði.

Games-1-of-1-39Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri og stofnandi CCP.

Games-1-of-1-49Þorgeir Frímann Óðinsson, formaður IGI og framkvæmdastjóri Directive Games North.

Games-1-of-1-54María Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Parity Games.

Games-1-of-1-32Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í Bretlandi.

Games-1-of-1-37

Games-1-of-1-81

Games-1-of-1-113