Fréttasafn



30. okt. 2025 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Móttökur erlendra fjárfestinga ekki staðið undir væntingum

Rætt er við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, og Þorstein Víglundsson, forstjóra Hornsteins, í Dagmálum á mbl.is um erlenda fjárfestingu í kjölfar fundar sem SI stóðu fyrir í vikunni. Í þættinum sem Andrés Magnússon stjórnar kemur meðal annars fram að þrátt fyrir að mikið hafi verið gert til þess að laða erlenda fjárfestingu til Íslands og núverandi ríkisstjórn með slík áform líkt og hinar fyrri þá hafi móttökurnar ekki alltaf staðið undir væntingum. Í umræðum þeirra kemur meðal annars fram að það sé sérstakt áhyggjuefni að Ísland sé í næst efsta sæti ríkja Efnahags- og þróunarstofnunarinnar (OECD) hvað varðar fjandsamlegt regluverk. Í þættinum ræða þeir einnig fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar sem þeir telja að sé margt þar til bóta en annað ekki. Þeir staldra sérstaklega við fyrirætlanir um niðurgreiðslu til óhagnaðardrifinna félaga og telja aukið lóðaframboð hið eina sem muni duga.

Hér er hægt að nálgast þáttinn.

mbl.is, 30. október 2025.

Dagmal-30-10-2025