Myndband sem hvetur ungt fólk til náms í blikksmíði
Félag blikksmiðjueigenda er að birta á samfélagsmiðlum nýtt myndband sem segir frá fjölbreyttu starfi blikksmiða. Tilgangur myndbandsins er að hvetja ungt fólk til að skoða möguleikana með námi í blikksmíði.
Í myndbandinu segir að á Íslandi vanti fleiri blikksmiði. Á vefnum fbe.is er hægt að lesa um hvað blikksmíði er og hverjir meginstarfsþættir blikksmiða eru. Einnig er farið yfir helstu hæfnis- og þekkingarkröfur sem eru gerðar til sveinsprófs í greininni.
Hér er hægt að nálgast myndbandið: