Fréttasafn



13. jún. 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Landssamband bakarameistara

Náðu 4. sæti á heimsmeistaramóti ungra bakara

Ísland átti fulltrúa á heimsmeistaramóti ungra bakara í Berlín sem fram fór síðastliðinn föstudag. Bakaranemarnir Matthías Jóhannesson og Finnur Guðberg Ívarsson kepptu fyrir Ísland og höfnuðu í 4. sæti. Um er að ræða 50 ára afmæli keppninnar og var Ísland í fyrsta sinn að taka þátt. Íslenska liðið fékk sérstök aukaverðlaun sem „besta nýja þjóðin“. Árni Þorvaldsson, fagkennari í MK, var þjálfari liðsins og Sigurður Már Guðjónsson, formaður Konditorsambandsins, var dómari fyrir hönd Íslands.

Að sögn Sigurðar er þetta einstaklega góður árangur bakaranemanna. Keppendurnir eru 17 og 19 ára en hvorugur er búinn að taka sveinspróf ennþá og því ekki enn orðnir útskrifaðir bakarar. 

20220609_171916

20220610_081759

20220610_111842

20220610_132100

20220610_133403_1655114808747

Bakaranemarnir Matthías Jóhannesson og Finnur Guðberg Ívarsson.