Nemendur í Kársnesskóla kynnast rafiðnaði hjá Rafmennt
Nemendur í Kársnesskóla heimsóttu Rafmennt og fengu þar kynningu á verkefnum í rafiðnaði. Hópurinn sem mætti í Rafmennt er einn af fjórum hópum nemenda í náms- og starfsfræðslu 9. bekkjar í Kársnesskóla sem Ásthildur Guðlaugsdóttir, námsráðgjafi Kársnesskóla, hefur umsjón með.
Starfsfólk Rafmenntar ásamt félögum RSÍ-UNG tóku á móti hópnum og leiðbeindu þeim í gegnum fjölbreytt verkefni sem þau spreyttu sig á. Nemendurnir fá meðal annars að búa til sitt eigið vasaljós úr íhlutum, beygja rafmagnsrör, draga vír í röralagnir, tengja ljós og rofa auk annarra fjölbreyttra verkefna.