Fréttasafn



7. des. 2021 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Nemendur í Kársnesskóla kynnast rafiðnaði hjá Rafmennt

Nemendur í Kársnesskóla heimsóttu Rafmennt og fengu þar kynningu á verkefnum í rafiðnaði. Hópurinn sem mætti í Rafmennt er einn af fjórum hópum nemenda í náms- og starfsfræðslu 9. bekkjar í Kársnesskóla sem Ásthildur Guðlaugsdóttir, námsráðgjafi Kársnesskóla, hefur umsjón með.

Starfsfólk Rafmenntar ásamt félögum RSÍ-UNG tóku á móti hópnum og leiðbeindu þeim í gegnum fjölbreytt verkefni sem þau spreyttu sig á. Nemendurnir fá meðal annars að búa til sitt eigið vasaljós úr íhlutum, beygja rafmagnsrör, draga vír í röralagnir, tengja ljós og rofa auk annarra fjölbreyttra verkefna.

51715691244_2ce1cb3745_o

51715900910_4a8ba8e6b1_o

51715031381_c614cb9079_o

51714238342_984b2eca12_o

51714238502_750982f20b_o

51715900870_6bd2d8c608_o