Fréttasafn



9. okt. 2025 Almennar fréttir Félag blikksmiðjueigenda Mannvirki

Norrænir blikksmiðir funda í Danmörku

Formaður Félags blikksmiðjueigenda, Stefán Lúðvíksson, ásamt viðskiptastjóra félagsins hjá Samtökum iðnaðarins, Þorgils Helgasyni, sóttu norrænan fund Nordisk blikkenslagermesterforbund í Danmörku 12. september síðastliðinn. 

Umræðuefni fundarins voru umhverfi og helstu áskoranir greinarinnar þar sem mannauðsmál og menntun bar helst á góma. Fundurinn var haldinn á Clarion hóteli á Kaupmannahöfn. Niclas Olsson tók við sem nýr forseti samtakanna af Jan Henrik Nygård. 

Stjórn Félags blikksmiðjueigenda mun vinna að því í sameiningu að auka veg og vanda iðnaðarins með markvissri markaðssetningu. 

Stefán Lúðvíksson, formaður Félags blikksmiðjueigenda, er annar frá hægri og Þorgils Helgason, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, er lengst til hægri.

IMG_1176Niclas Olsson, t.h., tók við sem nýr forseti samtakanna af Jan Henrik Nygård.