Fréttasafn



4. sep. 2023 Almennar fréttir Félag blikksmiðjueigenda Mannvirki

Norrænir blikksmiðjueigendur funda á Íslandi

Norrænn fundur Nordisk blikkenslagermesterforbund var haldinn á Íslandi dagana 31. ágúst til 2. september. Hópurinn samanstendur af systursamtökum Félags blikksmiðjueigenda á Norðurlöndum.

Þátttakendur á fundinum voru Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda og Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvikjasviði SI frá Íslandi, Nicolai Siegumfeldt og Søren Schmith á vegum Tekniq Arbejdgiverne frá Danmörku, Ane Dyrnes og Jan Henrik Nygård á vegum Ventilasjons- og Blikkenslagerbedriftenes Landsforbund frá Noregi og Johan Lindstrøm og Jörgen Rasmusson á vegum Plåt og Ventföretagen frá Svíþjóð. 

Á fundinum var farið yfir almenna stöðu á mörkuðum, hagsmunamál og verkefni félaganna og undirfélaga ásamt því að lögð voru drög að nýjum sameiginlegum verkefnum. Þá var Jan Henrik Nygård kosinn nýr forseti samtakanna en Sævar Jónsson formaður Félags blikksmiðjueigenda hefur gegnt því hlutverki undanfarið ár. 

Mynd-af-fundi-3Fundurinn var haldinn á skrifstofu SI í Húsi atvinnulífsins.

Nyr-forsetiSævar Jónsson formaður Félags blikksmiðjueigenda og Jan Henrik Nygård sem kosinn var nýr forseti samtakanna. 

Ut-ad-bordaKvöldverður norrænu fulltrúanna.