Norrænir blikksmiðjueigendur funduðu í Kaupmannahöfn
Félag blikksmiðjueigenda, FBE, tók þátt í samnorrænum fundi blikksmiða í samtökunum Nordisk ventilations- og blikkenslagermesterforening sem haldinn var í Kaupmannahöfn í síðustu viku.
Fundinn sóttu, auk formanns og framkvæmdastjóra FBE, fulltrúar systursamtaka FBE frá Noreg, Svíþjóð og Danmörk. Auk hefðbundinna verkefna var áhersla lögð á endurvinnslu- og loftslagsmál.
Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Sævar Jónsson, formann Félags blikksmiðjueigenda, með formönnum meistarafélaganna í Danmörku og Svíþjóð, Sören Schmidt og Jörgen Rasmusson.
Sören Schmidt, formaður í Danmörku, Sævar Jónsson, formaður á Íslandi, Jan Henrik Nygård, formaður í Noregi, Ane Dyrnes, framkvæmdastjóri í Noregi, Jörgen Rasmusson, formaður í Svíþjóð, Johan Lindström framkvæmdastjóri í Svíþjóð, og Jan Eske Schmidt, framkvæmdastjóri í Danmörku.
Ane Dyrnes frá Noregi flutti erindi.