Fréttasafn



19. jún. 2023 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Mannvirki

Norrænir ráðgjafarverkfræðingar funda í Osló

Fulltrúar Félags ráðgjafarverkfræðinga, FRV, sóttu RiNord, fund samtaka ráðgjafarverkfræðinga á Norðurlöndunum, sem haldin var í Osló 15.-16. júní. Það voru Hjörtur Sigurðsson, stjórnarmaður FRV og SI, og Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, sem sóttu fundinn.

RiNord er árlegur viðburður þar sem fulltrúar samtaka ráðgjafarverkfræðinga á Norðurlöndunum koma saman og ræða almennt um stöðu greinarinnar og fagleg áherslumál í hverju landi. Fundurinn í Osló hófst með yfirferð á landaskýrslu hvers lands fyrir sig þar sem farið var m.a. yfir helstu breytingar á stjórnmála-, laga- og reglugerðarumhverfi, markaðsaðstæður, helstu áherslumál hverra samtaka fyrir sig á komandi misserum, viðleitni ríkja í umhverfismálum í byggingariðnaði og stöðu starfsmannamála. Eftir yfirferð landaskýrslnanna ræddu fundarmenn um breytt viðskiptaumhverfi og sjálfbæran rekstur verkfræðistofa með hliðsjón af umhverfismálum og tæknilausnum. Þá var farið yfir möguleika samtakanna til áhrifa á starfsmannamál markaðarins með aðkomu þeirra að kennsluháttum og skipulagi náms í verkfræði auk þess að fara yfir nauðsyn endurmenntunar starfsfólks verkfræðistofa. Hjörtur fór stuttlega yfir stöðuna á Íslandi og stýrði í kjölfarið umræðum fundarmanna um möguleika samtaka ríkjanna til áhrifa á nám í verkfræði. Að lokum fóru fundarmenn yfir málefni EFCA og FIDIC, Evrópusamtök og alþjóðleg samtök verkfræðistofa.

Áður en fundi var slitið afhenti Liv Kari Hansteen, framkvæmdastjóri norsku samtakana, Henrik Garver, framkvæmdastjóra dönsku samtakanna, farandfundarhamar ráðstefnunnar til marks um ábyrgð dönsku samtakanna til skipulagningar næstu ráðstefnu, RiNord 2024. Kvað Henrik dönsku samtökin stefna að því að halda fundinn á Færeyjum að liðnu ári.

Image00010_1687166498468Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, og Hjörtur Sigurðsson, stjórnarmaður FRV og SI, sátu fund RiNord í Osló.

Image00013_1687166598913

Image00015_1687166581019

Image00014_1687166647035

Image00020_1687166674912

Image00021

Image00022

Image00006_1687166727917Liv Kari Hansteen, framkvæmdastjóri norsku samtakanna, afhenti Henrik Garver, framkvæmdastjóra dönsku samtakanna, farandfundarhamar ráðstefnunnar. 

Image00005_1687166748817