Norrænir rafverktakar og pípulagningameistarar funda
Formenn og framkvæmdastjórar samtaka rafverktaka og pípulagningameistara á Norðurlöndunum funduðu á Fosshóteli í Reykjavík í síðustu viku. Aðilar að samtökunum hér á landi eru Samtök rafverktaka, SART, og Félag pípulagningameistara, FP.
Á fundinum var meðal annars rætt um græna orku, stöðu útboða, aðgengi að hráefni, nýja tækni og breytingar á vinnumarkaði þar sem meðal annars var velt upp þeirri spurningu hvernig ástandið í Úkraínu hefði áhrif á vinnumarkaðinn. Einnig var rætt um framtíðarsýn byggingariðnaðarins út frá tæknilegu og efnahagslegu sjónarhorni. Árni Sigurjónsson, formaður SI, ávarpið fundinn.
Myndir: BIG.
Árni Sigurjónsson, formaður SI, ávarpaði fundinn.
Johnny Petré, formaður sænsku samtakanna, flutti erindi. Á myndinni er einnig Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.
Fyrir miðri mynd eru Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka rafverktaka, og Hjörleifur Stefánsson, formaður Samtaka rafverktaka.