Fréttasafn



14. okt. 2024 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Mannvirki

Norrænn fundur félaga ráðgjafarverkfræðinga

Framkvæmdastjórar systursamtaka Félags ráðgjafarverkfræðinga, FRV, funduðu í Stokkhólmi sl. föstudag en norrænt samstarf er mikilvægur liður í starfi FRV. Fulltrúi Íslands var Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI.

Verkefni fundarins var m.a. að útfæra nánar samstarf og sameiginlegar aðgerðir samtakanna í kjölfar árlegrar norrænnar ráðstefnu ráðgjafarverkfræðinga, RiNord, sem fór fram dagana 29.-31. ágúst í Þórshöfn í Færeyjum. Þær sameiginlegu aðgerðir varða m.a. geópólitík, viðnámsþrótt og öryggismál, auk samstarfs um að tryggja betri undirbúning fyrirtækja sem veita þurfa ráðgjöf á þegar óvissa ber að garði.

Rætt var um málefni EFCA (Evrópusamtök ráðgjafarverkfræðinga) og FIDIC (Alþjóðasamtök ráðgjafarverkfræðinga) og þátttöku Norðurlandanna innan þeirra. Auk þess var farið yfir kjaramál, sjálfbærnikröfur og samræmingu þeirra á Norðurlöndunum sem og útbúin drög að dagskrá næstu RiNord ráðstefnu.

Henrik Garver frá Danmörku, Liv Kari Hansteen frá Noreguri, Helena Soimakallio frá Finnlandi, Eyrún Arnarsdóttir frá Íslandi og Elin Lydahl frá Svíþjóð.