Fréttasafn4. nóv. 2020 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Mannvirki

Norrænn fundur um stöðu ráðgjafarverkfræði

Félag ráðgjafarverkfræðinga ásamt systursamtökum standa fyrir rafrænum fundi þriðjudaginn 10. nóvember kl. 11-12 um stöðu greinarinnar á tímum heimsfaraldurs, jákvæð og neikvæð áhrif.

Fundurinn fer fram í samvinnu við öll systursamtök FRV á Norðurlöndunum og fá öll aðildarfyrirtæki samtakanna boð á fundinn. Fulltrúar allra Norðurlandanna munu á fundinum fara yfir stöðuna í hverju landi fyrir sig, framtíðarsýn og þær aðgerðir sem hefur og verður að grípa til. Fundarstjóri er Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI.

Dagskrá fundar verður eftirfarandi:

  • Ari Soilammi, RIF, Norway
  • Henrik Garver, FRI, Denmark
  • Ingólfur Bender, FRV, Iceland
  • Magnus Höij, Innovationsföretagen, Sweden
  • Helena Soimakallio, SKOL, Finland

Svigrúm gefst fyrir spurningar og umræðu í lok fundar.

Skráning á fundinn fer fram í gegnum neðangreindan hlekk:

https://us02web.zoom.us/webinar/register/WN_5T-shb9lRACncQRXS-yP1w