Fréttasafn23. maí 2022 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki Samtök rafverktaka

Fjölmennt á fræðslufundi um aukna þjónustu Veitna

Fjölmenni var á fræðslufundi Samtaka rafverktaka, SART, og Félags löggiltra rafverktaka, FLR, þar sem fulltrúar Veitna kynntu aukna þjónustu við löggilta rafverktaka. Fundurinn var haldinn hjá Rafmennt að Stórhöfða 27. Egill Jónsson, hópstjóri mæla- og notandaþjónustu Veitna, flutti erindi en auk hans sátu Skúli Skúlason, Sigurjón Kr. Sigurjónsson og Daníel Leó Ólason fyrir svörum. Á næstu dögum verður efni fundarins sett á innri vef SART fyrir félagsmenn.

Mynd1_1_1653299604198Egill Jónsson hjá Veitum. 

Mynd2_2_1653299621108Skúli Skúlason og Egill Jónsson hjá Veitum.

Mynd4_1653299648690Fundargestir fengu tækifæri til að spyrja fulltrúa Veitna um þjónustuna.