Matvæladagur MNÍ - Kynningarbásar í boði
Matvæladagur MNÍ verður haldinn miðvikudaginn 27. október nk. kl. 12:00-17:30 á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu.
Yfirskrift ráðstefnunnar er: Eru upplýsingar um næringu og fæðubótarefni á villigötum? Sú nýbreytni verður reynd í ár að einstaklingum sem unnið hafa rannsóknir á sviði næringar, matvæla, náttúrulyfja, náttúruefna og fæðubótarefna er boðið að kynna niðurstöður sínar á veggspjöldum í kaffihléum án endurgjalds. Einnig er áhugasömum fyrirtækjum í matvæla-, náttúrulyfja, náttúruefna- og fæðubótarefnageiranum boðið að kynna vörur sínar á kynningarbás gegn 20.000 kr gjaldi. Mjög takmarkað pláss er til ráðstöfunar og er áhugasömum aðilum bent á að hafa samband við Fríðu Rún Þórðardóttur hið fyrsta eða a.m.k. fyrir 15. október nk. með tölvupósti á frida@lsh.is
Sjá dagskrá.