Fréttasafn  • Ár nýsköpunar-opnunarfundur1

1. nóv. 2010

Upphafi Árs nýsköpunar fagnað

Samtök iðnaðarins ýttu úr vör átaksverkefninu Ár nýsköpunar – frumkvæði, fjárfesting, farsæld með stórum fundi sem haldinn var í Marel sl. föstudag. Ríflega 300 manns úr atvinnulífi, stjórnsýslu og stoðumhverfi nýsköpunar komu og fögnuðu saman upphafi átaksins.  

Helgi Magnússon, formaður SI setti fundinn og þakkaði við það tækifæri forstjóra Marel og starfsfólki fyrirtækisins fyrir að hýsa viðburðinn. Hann afhenti Vilborgu Einarsdóttur fundarstjórn og lauk ávarpi sínu með þeim orðum að Íslendingar yrðu að ákveða hvort þeir ætluðu upp eða niður. Samtök iðnaðarins veldu leiðina upp!

Ávarp Helga Magnússonar.

Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson var sérstakur gestur fundarins og fjallaði í ræðu sinni um mikilvægi nýsköpunar sem auðlind í hagkerfi nýrrar aldar og sagðist vona að Ár nýsköpunar verði til að efla bjartsýni og sóknarhug íslendinga.

Ræða forseta Íslands.

 

Ár nýsköpunar-opnunarfundurHM  Ár nýsköpunar-opnunarfundurÓRG 

 

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI steig því næst í pontu og kynnti markmið og verkefni Árs nýsköpunar. Hann sagði m.a. „Okkur hjá Samtökum iðnaðarins finnst mikilvægt að blása fólki sjálfstraust í brjóst með Ári nýsköpunar, ekki síst þeim sömu og standa einmitt fyrir framförunum, en velta verkum sínum kannski sjaldnast fyrir sér, í því samhengi. En þótt margt sem vel er gert sé vanmetið, þá er enn afar mikið verk óunnið í íslensku atvinnulífi. Það má leysa mun meiri kraft úr læðingi. Og svo vill til að það er hreint engin skortur á praktískum umbótaverkefnum sem ráðast má í.“

Þá færði hann fundargestum kveðju frá Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra sem var erlendis.

Ræða Orra Haukssonar.

Ár nýsköpunar-opnunarfundurOH 

Að lokinni dagskrá tróðu upp ungir og nýskapandi tónlistarmenn, Ólöf Arnalds, söngvari og lagasmiður og gleðisveitin Útidúr.   

 

 

Á fundinum voru sýnd tvö myndskeið þar sem fólk úr ólíkum iðngreinum fjölluðu um nýsköpun í sinni grein eða fyrirtækjum. Einnig gátu gestir kynnt sér nýsköpunarstarf ríflega 50 ólíkra fyrirtækja á kynningarglærum.

 

Kynningarglærur fyrirtækja.

 

 Hér má sjá myndskeiðin tvö sem sýnd voru á fundinum.

Nýsköpun 1

Nýsköpun 2

 

Ár nýsköpunar-opnunarfundurólöfarnalds 

Ár nýsköpunar-opnunarfundurútidúr 

 

 

Ólöf Arnalds og hljómsveitin Útidúr spiluðu og sungu fyrir fundargesti.