Fréttasafn



  • Hæstiréttur Íslands

1. nóv. 2013 Lögfræðileg málefni

Íbúðalánasjóður aftur dæmdur til að greiða félagsmanni SI bætur

 

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Íbúðalánasjóður ætti að greiða byggingafyrirtækinu TAP ehf. skaðabætur vegna ólögmætrar kröfu sjóðsins um bankaábyrgð samhliða lánveitingu. Niðurstaða Hæstaréttar er í samræmi við fyrri niðurstöðu réttarins í máli Norðurvíkur ehf., en SI styrktu Norðurvík við rekstur dómsmálsins.

 

 

Málavextir voru þeir að TAP ehf. hafði tekið tvö lán hjá Íbúðalánasjóði árið 2008 og lagði fram bankaábyrgð vegna lánanna að kröfu Íbúðalánasjóðs. Að mati Hæstaréttar var Íbúðalánasjóði ekki heimilt að gera að það að skilyrði lánveitingar til byggingaraðila að hann legði fram ábyrgðaryfirlýsingu fjármálastofnunar nema að kveðið væri á um það í reglugerðinni.

 

 

Slík reglugerðarheimild var ekki til staðar við lánveitingu til TAP ehf. árið 2008, en heimild til að krefjast bankaábyrgðar var sett í reglugerð árið 2009. Var því Íbúðalánasjóði gert að endurgreiða félaginu allan þann kostnað sem það hafði orðið fyrir vegna öflunar bankaábyrgðarinnar.

 

 

Dómur Hæstaréttar